Hæ, takk fyrir að kíkja á okkur!
Frostþurrkun ehf er sprotafyrirtæki staðsett í Þorlákshöfn.
Fyrirtækið framleiðir sínar eigin afurðir undir vörumerkjunum Iceland Freeze Dry, OMNIA og FöZZ ásamt því að þjónusta ýmsa matvælaframleiðendur með frostþurrkun afurða.
Fyrirtækið er partur af hringrásarklasa fyrirtækja sem hugsar í lausnum þegar kemur að umhverfismálum. Á hverju ári er þúsundum tonna af nýtanlegum matvælum hent af ýmiskonar ástæðum. Oft er erfitt að tryggja að viðkvæm ferskvara með stuttan líftíma fari ekki til spillis en margt getur gerst í virðiskeðjunni sem veldur því að henda þarf fullkomlega nýtanlegum matvælum.
Í samstarfi við grænmetisbændur og innflutningsfyrirtæki hefur Frostþurrkun ehf unnið að því að skapa farveg fyrir þessi hráefni svo gera megi úr þeim verðmæti í stað þess að farga þeim. Frostþurrkun er mjög heppilegur farvegur fyrir viðkvæm og næringarrík hráefni en með aðferðinni má viðhalda allt að 97% upprunalegra næringarefna, vítamína, litar- og bragðefna þeirra. Þar að auki geymast frostþurrkaðar afurðir í mörg ár í lokuðum umbúðum.
Með stofnun vörumerkisins Iceland Freeze Dry viljum við gera frostþurrkaðar afurðir aðgengilegri fyrir Íslendinga, draga úr matarsóun og auka sjálfbærni íslenskrar matvælaframleiðslu.