Hvað er Frostþurrkun?

Frostþurrkun er þurrkaðferð fyrir matvæli sem fer fram í séstöku tæki sem kallast frostþurrkari. Í frostþurrkara næst að framkalla svokallaða þurrgufun, sem þýðir að frosinn vökvinn í hráefninu umbreytist í gufu án þess að að verða fyrst að vatni. Þannig er komið í veg fyrir að niðurbrot eigi sér stað við þurrkunina og tryggt að litur og lögun hráefnisins viðhaldist í gegnum ferlið.

Með frostþurrkun má viðhalda allt að 97% af upprunalegum næringarefnum, lífvirkum efnum, litar- og bragðefnum hráefnisins auk þess sem geymsluþol þess lengist um mörg ár. Þess vegna er frostþurrkun ein besta þurrkaðferð fyrir matvæli sem þekkist.

Frostþurrkaðar afurðir eru þurrvara og geymast við stofuhita í lokuðum umbúðum í mörg ár. Þær þarf aldrei að frysta né kæla en þær geymast best í vel lokuðum umbúðum fjarri sólarljósi og raka. 

Heim