Hvernig nota ég frostþurrkaðar vörur?
-
Búst eða mjólkurhristingar
Notaðu duftið til að þeyta saman við bústið, próteinsjeikinn eða mjólkurhristinginn til að fá náttúrulegt ávaxtabragð. Gott er að byrja á 1/2 - 1 matskeið og smakka sig svo áfram.
-
Jógúrt, skyr og ís
Hrærðu duftinu saman við jógúrtið eða skyrið til að fá ávaxtabragðið og næringarefnin. Stráðu svo stökku ávaxtakurlinu út á til að setja punktinn yfir i-ið.
Kurlið er líka frábært út í múslíið og út á ísinn. -
Kökukrem, þeyttur rjómi og ís
Hrærðu/þeyttu ávaxtaduftinu saman við kökukremið eða þeytta rjómann. Þannig færðu náttúrulegt litar og bragðefni til að skreyta kökurnar og pönnukökurnar. Byrjaðu á að setja 1-2 teskeiðar af dufti út í kremið/rjómann og smakkaðu þig svo áfram.
Hrærðu 2-3 msk saman við ísblönduna eða stráðu kurlinu yfir ísinn til að fullkomna hann. -
Bakstur
Spínatdufti má lauma út í pottrétti, súpur og pönnukökur. 1 tsk jafngildir um það bil lúku af fersku spínati.
Bananaduftið hentar frábærlega í amerískar pönnukökur og bananabrauð.
2 msk af bananadufti jafngilda u.þ.b. einum ferskum banana.
Settu 1-2 msk út í pönnukökudeigið og smakkaðu þig svo áfram. -
Matreiðsla
Sveppaduft- og kurl gefa kraftmikið sveppabragð og er tilbúið til að setja beint út í súpur og sósur. Kurlinu má líka strá yfir pastaréttinn, salatið eða sunnudagssteikina.
Duftið er frábært til að þeyta saman við smjör. Byrjaðu á 1-2 tsk og smakkaðu þig svo áfram.