Um okkur
Hæ, takk fyrir að kíkja á okkur!
Frostþurrkun ehf er lítið sprota-og fjölskyldufyrirtæki í Þorlákshöfn, stofnað af Hrafnhildi Árnadóttur og Sigurði Ásgeirssyni árið 2021.
Við framleiðum frostþurrkað sælgæti undir vörumerkinu FöZZ og frostþurrkaðar ávaxta- og grænmetisvörur undir vörumerkinu Iceland Freeze Dry.
Þetta byrjaði allt saman þegar við uppgötvuðum kosti frostþurrkunar við framleiðslu matvæla og áttuðum okkur á að ekkert fyrirtæki á Íslandi framleiddi slík matvæli á stórum skala.
Við sáum mikil tækifæri í frostþurrkunar aðferðinni, ekki síst þegar kemur að betri nýtingu viðkvæmra hráefna með stuttan líftíma, svo sem grænmetis og ávaxta sem gjarnan þarf að farga hafi ekki tekst að nýta það innan líftíma þess.
Með frostþurrkun getum við gripið slíkt hráefni á meðan það er enn ferskt, þurrkað það og lengt geymsluþol þess um mörg ár. Með frostþurrkun náum við að vernda mikilvæg innihaldsefni hráefnanna og skila neytendum hágæða ávaxta- og grænmetisafurðum sem hafa mjög fjölbreytta notkunarmöguleika.
Afurðirnar eru einnig hugsaðar til að auðvelda neytendum inntöku mikilvægra næringarefna úr ávöxtum og grænmeti, en aðeins um 2% þjóðarinnar ná að uppfylla viðmið Landlæknis um neyslu 500 gramma af ávöxtum og grænmeti á dag.
Verði þér að góðu :)