Netverslun - Iceland Freeze Dry / FöZZ

  • Búst eða kokteilar

    Notaðu ávaxtaduftið til að þeyta saman við bústið, próteinsjeikinn eða kokteilinn til að fá náttúrulegt ávaxtabragð. Gott er að byrja á 1/2 - 1 matskeið og smakka sig svo áfram.

  • Jógúrt, skyr og ís

    Hrærðu duftinu saman við jógúrtið eða skyrið til að fá ávaxtabragðið. Stráðu svo stökku ávaxtakurlinu út á til að setja punktinn yfir i-ið.
    Kurlið er líka frábært út í múslíið og út á ísinn.

  • Kökukrem, þeyttur rjómi og ís

    Hrærðu/þeyttu ávaxtaduftinu saman við kökukremið eða þeytta rjómann. Þannig færðu náttúrulegt litar og bragðefni til að skreyta kökurnar og pönnukökurnar. Byrjaðu á að setja 1-2 teskeiðar af dufti út í kremið/rjómann og smakkaðu þig svo áfram.
    Hrærðu 2-3 msk saman við ísblönduna eða stráðu kurlinu yfir ísinn til að fullkomna hann.

  • Bakstur

    Notaðu ávaxtaduft í bakstur.

    Bananaduftið hentar t.d. frábærlega í amerískar pönnukökur og bananabrauð.

    2 msk af bananadufti jafngilda u.þ.b. einum ferskum banana.

    Settu 1-2 msk út í pönnukökudeigið og smakkaðu þig svo áfram.

Verðmætasköpun í stað sóunar

Sprotafyrirtækið Frostþurrkun ehf er partur af hringrásarklasa fyrirtækja sem hugsar í lausnum þegar kemur að umhverfismálum.

Hjá Frostþurrkun leggjum við höfuðáherslu á fullnýtingu vannýttra hráefna og hliðarafurða með það að markmiði að draga úr matarsóun og lækka kolefnisfótspor íslenskrar matvælaframleiðslu.

Við viljum efla hringrásarhagkerfi íslenskrar matvælaframleiðslu og gera frostþurrkunar-aðferðina að farvegi fyrir innlend og innflutt matvæli sem að öðrum kosti yrði að farga. Þannig viljum við snúa sóun í verðmætasköpun.

Allar ávaxta- og grænmetisafurðirnar sem við framleiðum eru unnar úr hráefnum sem teljast ekki frambærilegar (t.d. vegna lögunar eða stærðar) eða hráefna sem hefði annars þurft að farga.
Frostþurrkun ehf tekur við ferskum ávöxtum og grænmeti frá innflutningsfyrirtækjum og grænmetisbændum og kemur fyrir í frostþurrkara þar sem það fer í gegnum frostþurrkunarferlið.
Með frostþurrkun tekst okkur að varðveita ferskleika hráefnisins og skila bragðinu og næringarefnunum alla leið til neytandans.
Allt að 97% af upprunalegum næringarefnum, lífvirkum efnum, litar- og bragðefnum hráefnisins varðveitist við frostþurrkun auk þess sem geymsluþol eykst um mörg ár.