Skip to product information
1 of 2

Omnia

Omnia - BRAIN SUPPORT

Omnia - BRAIN SUPPORT

Regular price 4.890 ISK
Regular price Sale price 4.890 ISK
Sale Sold out
Tax included. Shipping calculated at checkout.

OMNIA - Brain support eru bætiefni sem unnin eru úr ferskum íslenskum þorskhrognum sem við frostþurrkum við lágan hita sama dag og fisknum er landað. Þannig tryggjum við ferskleika hráefnisins og verndum náttúruleg innihaldsefni þess. 

Þorskhrogn hafa stundum verið kölluð "heilafæða" vegna þess að þau innihalda hátt hlutfall næringarefna sem styðja við heilastarfsemi og almenna heilaheilsu.  Þau eru náttúruleg uppspretta ýmissa nauðsynlegra næringarefna, þar á meðal:

  1. Omega-3 fitusýrur:

    • Þorskrogn eru rík af langkeðju omega-3 fitusýrum, sérstaklega eikósapentaensýru (EPA) og dókósahexaensýru (DHA), sem styðja við hjartaheilsu, heilastarfsemi og heilsu frumna almennt.
  2. Fosfólípíð:

    • Nauðsynleg til að byggja upp frumuhimnur og sérstaklega mikilvæg fyrir heilastarfsemi.
  3. Prótein og amínósýrur:

    • Þorskrogn innihalda hágæða prótein og nauðsynlegar amínósýrur sem eru mikilvægar fyrir vöðvaviðhald og viðgerðir.
  4. Vítamín:

    • Þorskrogn eru góð uppspretta fituleysanlegra vítamína eins og A-vítamíns (mikilvægt fyrir sjón og ónæmiskerfið) og D-vítamíns (nauðsynlegt fyrir beinheilsu og upptöku kalks).
  5. Steinefni:

    • Þorskrogn eru rík af joði (fyrir skjaldkirtilsheilsu), selen (öflugt andoxunarefni), sink og fosfór.
  6. Kólín:

    • Styður við heilastarfsemi og lifrarstarfsemi.

 

EPA og DHA eru lífsnauðsynlegar fitusýrur sem líkaminn framleiðir ekki sjálfur en allar frumur líkamans þurfa þó á þessum fitusýrum að halda.

DHA gegnir lykilhlutverki við uppbyggingu og starfsemi heilafrumna  og EPA er þekkt fyrir hlutverk sitt við að draga úr bólgum og styðja við jafnvægi í líkamanum. EPA eykur auk þess getu heilans til að nýta DHA á skilvirkan hátt.

 

OMNIA - Brain support er næringarrík viðbót við daglegt mataræði en kemur ekki í stað heilsusamlegs mataræðis. 

Þessi vara er ekki ætluð til að greina, lækna eða koma í veg fyrir sjúkdóma.

Innihald:  Fiskur (Frostþurrkuð Þorskhrogn 100%)
Önnur innihaldsefni: HPMC hylki. 

Í hverju boxi eru 120 hylki (30 daga skammtur).

Framleitt á Íslandi
Upprunaland hráefnis: Ísland



View full details